Páll Steingrímsson: Glórulausar hugmyndir stjórnvalda

Páll Steingrímsson
Páll Steingrímsson

„Enn einu sinni opinberar Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður innræti sitt þegar hún bloggar nýverið um Samherja og vænir eigendur fyrirtækisins um að eiga milljarða í skattaskjóli á Kýpur. Sannleiksástin hefur sjaldnast orðið þingmanninum að fótakefli", segir Páll Steingrímsson, sjómaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Páll segir að ekki verður annað séð en að Ólína byggi skrif sín á yfirborðskenndri umfjöllun DV. Af hverju hafði hún ekki samband við fjármálaráðuneytið eða fór a.m.k. inn á vefsíðu þess? Þar hefði hún strax komist að því að Kýpur er ekki flokkað sem lágskattasvæði! Hér sannast enn og aftur að hafa skal það sem betur hljómar.

Í lok greinar sinnar segir Páll: „Ég áskil mér rétt til að rísa upp til varnar þessari atvinnugrein – og starfi mínu um leið – án þess að þurfa að sitja undir ásökunum um að vera handbendi vinnuveitenda minna.

Málið er að ég hef enn sjálfstæðar skoðanir, kannski einmitt vegna þess að ég starfa í sjávarútvegi".

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert