Hafna fiskveiðifrumvörpum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins mbl.is/Kristinn

Þingflokkur framsóknarmanna hefur farið yfir frumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjald og hafnar frumvörpunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum.

„Tillögur ráðherrans samræmast ekki þeim útfærslum er samþykktar voru á flokksþingi Framsóknarflokksins 2011.

Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að sjávarauðlindin er sameign þjóðarinnar og hægt sé að reka sjávarútvegsfyrirtæki á arðbæran hátt til framtíðar.

Þingflokkurinn hafnar því framkomnum frumvörpum en lýsir sig tilbúinn til að hefja að nýju vinnu við endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða á grunni sáttanefndarinnar svokölluðu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert