„Búið að vera eintómt hringl og stefnuleysi“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Þótt ríkisstjórnarflokkarnir tali um að breytingum á ráðuneytaskipan sé ætlað að auka festu og skilvirkni í stjórnarráðinu hefur raunin verið önnur undanfarin þrjú ár. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebook-síðu sinni í dag þar sem hann fer stuttlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á stjórnarráðinu í tíð núverandi ríkisstjórnar.

„Það hafa 15 ráðherrar sest í ráðherrastól. Menn utan þings orðið ráðherrar, einn ráðherra sagði af sér (og var síðar skipaður að nýju) efnahagsmál voru færð úr forsætisráðuneyti í sérstakt ráðuneyti. Tveir ráðherrar misstu stóla sína um áramótin í pólitískum átökum á bak við tjöldin vegna framgangs ESB-viðræðna,“ segir Bjarni.

Eftir það hafi verið hætt við sérstakt efnahagsráðuneyti og það þess í stað fært í fjármálaráðuneytið. Einn ráðherra hafi þá farið tímabundið með fjögur ráðuneyti. Þá sé því enn ekki svararð hvar sumar af stærri opinberum stofnunum verði staðsettar eftir síðustu breytingarnar.

„Þetta er búið að vera eintómt hringl og stefnuleysi ... og verður eflaust áfram,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert