Aðstoða verður skuldsett heimili

Þingmenn Hreyfingarinnar
Þingmenn Hreyfingarinnar mbl.is

Þór Saari, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, staðfestir að þingflokkurinn hafi átt í viðræðum við stjórnarliða um að verja ríkisstjórnina falli verði borin upp vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Forsenda þess er að farið verði að kröfum Hreyfingarinnar um niðurfellingu skulda heimilanna.

Hann segist ekki vilja ræða nákvæmlega út á hvað viðræðurnar ganga á meðan þær standi yfir en segir að þessu verði að ljúka fyrir mánudag. Síðasti fundur þeirra á milli var í morgun og var þar meðal annars rætt um útreikninga á því hvað tillögur Hreyfingarinnar varðandi niðurfellingu skulda heimilanna kosti. Þór segir að umræðan á fundinum sé ekki til þess fallin að auka bjartsýni um að tillagan nái fram að ganga.

Þór segir að ekkert sé rætt um annað á milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar en að Hreyfingin verji stjórnina falli líkt og fram kom í bréfi sem Hreyfingin sendi ríkisstjórninni og að þingmenn Hreyfingarinnar muni áfram styðja góð mál en ekki þau sem eru henni ekki að skapi.

Að sögn Þórs hefði hann heldur viljað sjá þá tugi milljarða sem ríkisstjórnin kynnti að eyða ætti á næstunni í fjárfestingar og atvinnumál renna til skuldsettra heimila.

Okkar afstaða er sú að ríkisstjórn sem ætlar ekki að taka á þessum málum og það er útséð með það að tími hennar til að gera það er að renna út enda innan við ár í kosningar, hefur ekkert með það gera að sitja þetta síðasta ár. Hún verður að leyfa nýju fólki að komast að og leyfa þjóðinni að ráða,“ segir Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert