Einkum vegna áhyggja á markaði

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. mbl.is

„Ef horft er yfir langt skeið þá er það hefðbundna það að eldsneytisverð fer hækkandi frá vormánuðum og fram á sumar vegna þess að eftirspurn eykst. En við höfum hins vegar verið í mjög óeðlilegu ástandi hvað það snertir þar sem verðlagið var mjög hátt í vetur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Líkt og mbl.is hefur greint frá hafa öll olíufélögin lækkað eldsneytisverð sitt í dag en Runólfur segir að þessar lækkanir megi hugsanlega einkum rekja til áhyggja á markaði af stöðu efnahagsmála í heiminum. Eftirspurn dragist saman þegar efnahagslífið er í hjöðnun.

Spurður að því hvernig hann telji að sumarið kunni að verða þegar kemur að verðlagi á eldsneyti segir Runólfur að erfitt sé að spá fyrir um það. „Það er nú gömul og ný saga að það virðist vera erfitt að spá fyrir um þessa hluti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert