Jónas nýr formaður Lögmannafélags Íslands

Jónas Þór Guðmundsson, nýkjörinn formaður.
Jónas Þór Guðmundsson, nýkjörinn formaður. mbl.is

Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, er nýr formaður Lögmannafélags Íslands en aðalfundur félagsins fór fram í dag. Auk Jónasar gaf Eva Bryndís Helgadóttir hæstaréttarlögmaður einnig kost á sér til embættis formanns. Varð Jónas hlutskarpari með 68 prósent atkvæða. Tekur hann við af Brynjari Níelssyni, hæstarréttarlögmanni.

„Þetta leggst bara alveg ljómandi vel í mig. Þetta er spennandi verkefni og ég tek við góðu búi frá fráfarandi formanni, Brynjari Níelssyni. Ég er þakklátur fyrir þennan mikla og góða stuðning sem að ég fékk frá félagsmönnum og vona að ég standi undir traustinu. Einnig þakka ég jafnframt meðframbjóðanda mínum fyrir drengilega kosningabaráttu,“ sagði Jónas í samtali við mbl.is.

Undanfarið ár hefur Jónas gengt embætti varaformanns Lögmannafélagsins auk þess sem að hann var ritari þess áður. Þekkir hann því ágætlega til aðstæðna í þessu nýja hlutverki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert