Segja kvótakerfið ekki einkamál útgerðarmanna

Búast má við margmenni á Austurvelli á morgun.
Búast má við margmenni á Austurvelli á morgun. mbl.is/Ernir

Hópur fólks sem telur að kvótakerfið sé ekki einkamál útgerðarmanna hefur boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun. Hann mun fara fram á sama stað og á sama tíma og samstöðufundur sem útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi hafa efnt til.

Í tilkynningu sem Andri Sigurðsson, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sent á fjölmiðla, kemur fram tæplega 200 manns hafi boðað komu sína á Facebook.

Segir að mótmælendurnir ætli að krefjast þess að ríkisstjórin standi við sín kosningaloforð og leggi á aukið veiðigjald. „Mörg okkar erum á móti hinu eiginlega frumvarpi til fiskveiða þar sem það gengur of skammt. Ekki er gert ráð fyrir að allur fiskur fari á markað og jafnræðis er ekki gætt svo eitthvað sé nefnt. Strandveiðar eru ekki mögulegar nema í skötulíki. Takið til greina að til eru hópar sem eru á annari skoðun en LÍÚ og hafa framsæknari hugmyndir um fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert