Tugir skipa til Reykjavíkur

Togarar við bryggju í Reykjavík.
Togarar við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir að 30-40 skip sigli til Reykjavíkur vegna samstöðufundar útgerðarmanna og starfsmanna þeirra gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarnnar sem verður á Austurvelli í dag.

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍU, vísar því eindregið á bug að nokkur sé beittur þvingunum, á fundinn mæti aðeins þeir sem það vilji gera.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segja Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, að fari kvótafrumvörpin tvö óbreytt í gegn muni fiskmarkaðir leggjast af og þúsundir manna missa vinnuna.

Stjórn Landssambands smábátaeigenda samþykkti í gær yfirlýsingu um að skora á félagsmenn að binda báta sína í dag og taka þátt í mótmælunum við Alþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert