Fer fram á sextán ára fangelsi

Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal í morgun. stækka

Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal í morgun. mbl.is

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór í dag fram á sextán ára fangelsi yfir Guðgeiri Guðmundssyni sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps. Hún sagði hreint ótrúlegt að fórnarlamb Guðgeirs, Skúli Eggert Sigurz, hefði lifað atlögu hans af. Allt hefði gengið upp sem gat gengið upp.

Aðalmeðferð yfir Guðgeiri lauk á fjórða tímanum í dag en hann játaði að hafa ráðist á Skúla Eggert á skrifstofu hans að morgni 5. mars sl. og stungið hann fimm sinnum með hníf. Einnig að hafa veitt Guðna Bergssyni tvö stungusár.

Þrátt fyrir játningu hafnar Guðgeir því að til hafi staðið að bana Skúla. Verjandi hans, Brynjólfur Eyvindsson, sagði við málflutning í dag, að því væri ekki rétt að ákæra hann fyrir tilraun til manndráps. Um væri að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás. Að því sögðu hafnaði hann kröfu ríkissaksóknara um 16 ára fangelsi og sagði fimm ára fangelsi hæfilegt.

Þá krafðist Brynjólfur sýknu fyrir skjólstæðing sinn af ákæru um stórfellda líkamsárás á Guðna Bergsson. Sagði hann Guðgeir hafa stungið Guðna óvart og enginn ásetningur hefði legið þar að baki.

Þaulskipulögð atlaga að saklausum manni

Áður en að Brynjólfi kom fór Sigríður yfir kröfur ákæruvaldsins. Hún sagði að um efsta stig ásetnings væri að ræða og Guðgeir ætti sér hvorki málsbætur né ætti nokkuð að koma til refsilækkunar. Hún vísaði í nýlegt dómafordæmi þar sem karlmaður var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Í þessu máli væru fórnarlömbin tvö og nokkrir aðrir þættir kæmu til refsihækkunar.

Sigríður sagði Guðgeir hafa ákveðið það um það bil viku áður að hann ætlaði að fara á þessa tilteknu lögmannsstofu og valda þar skaða. Var það vegna bréfs sem hann fékk um að til stæði að bjóða upp íbúð hans, vegna útistandandi skulda. Þá hefði Guðgeir lýst því að kvöldið áður hefði hann ákveðið að taka með sér hníf. Hann hefði farið til vinnu með hnífinn en fengið að skreppa frá.

Rétt fyrir klukkan tíu mætti Guðgeir á lögmannsstofuna. Skúli sem var á leið út tekur eftir honum á ganginum og býður inn á skrifstofu. Þar fer Skúli yfir mál hans, býður þrjátíu þúsund króna afslátt af áttatíu þúsund króna kröfu og skrifar Guðgeir undir það. Skúli stendur upp og býður fram hönd sína. Guðgeir tekur í hana en fer um leið með vinstri hönd ofan i úlpuvasa, nær í flugbeittan hníf með 13 cm blaði og stingur Skúla í síðuna.

Sigríður sagði það hafa verið úthugsað hjá Guðgeiri að geyma hnífinn í vasa vinstra megin á úlpu sinni til þess einmitt að beita honum við aðstæður sem þessar.

Skúli finnur ekki fyrir stungunni en sér að honum er farið að blæða. Hann spyr Guðgeir hvað hann sé að gera og svarar hann því til að hann hati lögfræðinga. Skúli segir honum að hann sé ekki lögfræðingur og við það æsist Guðgeir ennþá frekar.

Guðgeir stakk Skúla fimm sinnum og voru fjórar stungurnar taldar lífshættulegar. Áverkarnir voru mjög djúpir eða allt að 15 cm og því ljóst að Guðgeir beitti miklu afli. Sigríður sagði það með hreinum ólíkindum að Skúli hefði lifað atlöguna af. Og Guðgeiri mátti ekki aðeins vera það ljóst að bani gæti hlotist af heldur væri það líklegast.

Hún sagði Guðgeir hafa reynt að fá útrás fyrir reiði sína og Skúli orðið fyrir. Ef Guðni Bergsson hefði ekki komið að í miðri atlögunni væri ekki víst að Skúli hefði getað gefið skýrslu fyrir dómi.

Sjálfsvígshugsanir breyttust í reiði

Brynjólfur sagði að rekja mætti atlöguna til uppsafnaðrar reiði, vegna skulda hans og reiði vegna almenns ástands í þjóðfélaginu. Þá mætti rekja hana að miklu leyti til eineltis sem hann hefði orðið fyrir í æsku, á meðan hann stundaði nám í Grindavík.

Hann sagði Guðgeir lítið hafa sofið vikurnar fyrir árásina og sjálfsvígshugsanir hefðu sótt á hann vikuna áður sem hefðu breyst í reiði. Nóttina fyrir árásina hefði hann aðeins sofið um klukkustund og því var hann almennt í mjög slæmu hugarástandi.

Brynjólfur hafnaði því alfarið að ásetningur hefði staðið til að deyða heldur aðeins meiða. Þetta fengi stoð í framburði hans sjálfs hjá lögreglu þegar hann fékk að vita um líðan Skúla, og að honum liði betur. Þá sagði Guðgeir það gott að heyra.

Þá benti hann á að Guðgeir tæki ábyrgð á gjörðum sínum, en færi fram á að litið væri til þess við ákvörðun refsingar í hvaða ástandi hann var. Þá hefði hann ekki sýnt mótþróa við handtöku og sýndi merki iðrunar.

Brynjólfur sagði Guðgeir hafna bótakröfum í málinu en gaf engar sérstakar ástæður fyrir því.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Spáir góðu hlaupaveðri

19:19 Hið árlega heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fer fram á morgun, fimmtudag. Sigurlaug Gissurardóttir, einn skipuleggjanda hlaupsins er bjartsýn á góða þáttöku í ár enda spáð góðu hlaupaveðri. Meira »

Tilkynnt um Grímu-tilnefningar

19:17 Tilkynnt var um tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistarverðlaunanna, í Borgarleikhúsinu í dag. Þorsteinn Bachmann hlaut tvær tilnefningar í flokknum Besti leikari í aðalhlutverki, en hann var einnig tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki. Meira »

„Fólkið bíður bara heima í óvissu“

18:55 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að mesti þunginn vegna verkfalls hjúkrunafræðinga liggi í lengri biðlistum. Hún segir að það verði ærið verkefni að greiða úr þeim er verkfalli lýkur. Starfsfólk sjúkrahússins þakkar fyrir hvern dag sem það gengur þokkalega eftir að verkfallið hófst. Meira »

Bankinn hefur ekki séð kúgunarbréfið

18:43 MP banki sendi frá sér tilkynningu vegna ásakana um að forsætisráðherra hafi beitt sér fyrir lánveitingu bankans til Pressunnar. Þar segir að starfsmenn bankans hafi ekki séð bréfin sem um ræði og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Meira »

Lög á verkfall leysa engan vanda

18:15 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir enn langt í land í samningaviðræðum ríkisins og hjúkrunarfræðinga. Ríkið hafi boðið einu prósenti hærri hækkun launa í dag en boðið var á föstudaginn. Það hefði þýtt 2.000 krónum hærri byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga. Meira »

Segir Sigmund hafa beitt sér fyrir lánveitingu

17:55 Hótun sem send var í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrði opinberuð. Þetta segir í frétt á visir.is. Meira »

Full ástæða til að gæta varúðar

17:25 Saksóknari í SPRON-málinu telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána Exista tveggja milljarða lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar. Meira »

Mikilvægt að íslenskan þróist

17:46 Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir skrifaði á dögunum BA ritgerð um málfar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún segir mikilvægt að Íslendingar geti talað um samfélagsmiðla á íslensku, enda eru miðlarnir stór partur af nútíma samfélögum. Meira »

Söfnuðu 13,8 milljónum fyrir Nepal

17:20 Í dag afhentu starfsmenn CCP fulltrúum Rauða kross Íslands 13,8 milljónir fyrir hönd spilara tölvuleiksins EVE Online.  Meira »

Vongóð um árangur

17:16 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar í dag eftir að hún auglýsti eftir upplýsingum í tengslum við rannsókn á ráni í verslun Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Ábendingarnar hafa þó ekki skilað neinu sem hægt er að festa hendi á, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Meira »

Nokkuð um ölvað fólk í 101

17:09 Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi haft í nógu að snúast vegna ölvaðs fólks, aðallega í póstnúmeri 101, þá sérstaklega í kringum Austurvöll. Meira »

Sinubruni í Hafnarfirði

16:41 Eldur er laus í sinu í skóglendi við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkvilið náð tökum á eldinum, en ekki er talin hætta á að tjón verði á mönnum eða mannvirkjum. Meira »

10.000 hestöfl í einum bíl

16:41 Kraftmesti bíll sem komið hefur til landsins var settur í gang í Kapelluhrauni í dag. Bíllinn er knúinn 10.000 hestafla þotuhreyfli og hefur náð 500 km/klst. Bíllinn verður sýndur á sérstakri sýningu á fimmtudag en óhætt er að segja að hávaðinn sem kom þegar hann var settur í gang hafi verið ærandi. Meira »

Lögreglan rannsakar aðra fjárkúgun

15:16 Fjárkúgun var kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Málið er sagt tengjast sömu konum sem gerðu tilraun til að kúga fé út úr forsætisráðherra fyrir helgi, en um annað ótengt mál er að ræða. Meira »

Glersöfnin á öllum grenndarstöðvum

14:28 Glersöfnun í sérstaka glergáma á grenndarstöðvum hefur gengið vel í Reykjavík en tilraun hefur verið gerð með slíka gáma á fjórum stöðum í borginni. Nú hefur umhverfis- og skipulagsráð samþykkt að koma á glersöfnun á öllum grenndarstöðvum í borginni. Meira »

Mótsagnakenndur málatilbúnaður

15:17 Það er mótsagnakennt að annars vegar tortryggja tveggja milljarða króna innlán VÍS til SPRON, samhliða því að Exista fái lán sömu fjárhæðar frá SPRON, og halda því hins vegar fram að lánið til SPRON hafi haft neikvæð áhrif á lausafjárstöðu sparisjóðsins. Þetta segir verjandi Rannveigar Rist. Meira »

Man allt sem hún les

14:39 „Mig grunaði að ég myndi fá hæstu einkunn en FS er ekki með bekkjakerfi þannig að ég gat ekkert vita um alla hina krakkana.“ Guðlaug sagði að límheilinn hennar hjálpi mikið til við námið. „Ég man allt og þarf bara að lesa hluti einu sinni til að muna þá.“ Meira »

Kjarabarátta „um líf fólks og heilsu“

14:21 „Það er alveg skelfilegt til þess að vita að kjarasamningar og kjarabarátta skuli snúast um líf fólks og heilsu. Það er gríðarlega erfitt að nálgast samninga þegar annað eins hangir á spýtunni og því ríður á að báðir samningsaðilar setjist niður, reyni að koma sér saman um hlutina og leysa úr því ófremdarástandi sem skapast hefur.“ Meira »
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 12 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS ...
Björgunarvesti ,börn og fullorðins,ódýrt
Til sölu nokkur stykki,björgunarvesti ,barnastærðir og fullorðinsstærðir,öll með...
Toyota Avensis station 2010
Toyota Avensis 1,8 station, 12/2010, ek.65þús ssjk, álfelgur, filmur. Flottur og...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Stavanger noregi
Önnur störf
S ta va n ger N oregi Marti IAV Solba...
Jarðvinna utan klepps
Tilboð - útboð
Mynd af auglýsingu ...
Vélstjóri
Iðnaðarmenn
Vélstjóri Vélstj...
Útboð
Tilboð - útboð
????? ????????????? ????? ???? ??????...