Hefur ekki sést á götunum í áratugi

Hvítt er litur hreinleikans, segir Rúnar Gerimundsson hjá Útfararþjónustunni.
Hvítt er litur hreinleikans, segir Rúnar Gerimundsson hjá Útfararþjónustunni.

„Við höfðum lengi verið spurðir að því hvers vegna við byðum ekki upp á hvítan líkbíl,“ segir Rúnar Geirmundsson, en hann er útfararstjóri hjá Útfararþjónustunni ehf.

Útfararþjónustan ákvað á dögunum að fjárfesta í hvítum líkbíl, en hvítur líkbíll hefur ekki sést á götunum síðan Líkkistuvinnustofa Tryggva Árnasonar bauð upp á líkbíl framleiddan árið 1932.

„Ég fylgdist með bílum á netinu og fann svo einn sem var ódýr og vel með farinn,“ segir Rúnar í Morgunblaðinu í dag, en ekki er það óþekkt úti í heimi að sjá hvítan líkbíl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert