Björgunarsveit flutti farþega í land

Hvalaskoðun með Norðursiglingu.
Hvalaskoðun með Norðursiglingu. mbl.is/Heimir Harðarson

Farþegar hvalaskoðunarbáts Norðursiglingar á Húsavík voru fluttir í land á öðrum tímanum í dag eftir að drepið var á aðalvél skipsins vegna gangtruflana. Að sögn framkvæmdastjóra Norðursiglingar var aldrei hætta á ferðum en til að gæta fyllsta öryggis var björgunarsveit kölluð út.

Björgunarsveitarmenn buðust til að ferja alla níu farþega bátsins í land og var boðið þegið, því annars hefði orðið veruleg seinkun á heimkomu farþega. Skömmu eftir að farþegar voru farnir frá borði leysti áhöfn báts Norðursiglingar vandamálið og sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert