Síðasta Drífan fannst í Hafnarfirði

Jón Björnsson byssusmiður frá Dalvík smíðaði 120 haglabyssur sem hann …
Jón Björnsson byssusmiður frá Dalvík smíðaði 120 haglabyssur sem hann kallaði Drífur. Ljósmynd Páll Reynisson

Búið er að finna eigendur allra 120 Drífu-haglabyssnanna sem Jón heitinn Björnsson, byssusmiður á Dalvík, smíðaði á árunum 1977-1990.

Páll Reynisson, forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri og formaður Drífuvinafélagsins, sagði að síðasta byssan, Drífa númer 166, hefði reynst vera í eigu manns í Hafnarfirði.

Drífurnar eru einu haglabyssurnar sem hafa verið fjöldaframleiddar hér á landi. Þær eru löngu orðnar safngripir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert