Oddný í viðtali við Wall Street Journal

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

„Það er mjög mikilvægt fyrir litla þjóð eins og Ísland að vera í bandalagi við sína góðu nágranna.“ Þetta segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í viðtali við Wall Street Journal í dag.

Í viðtalinu segir Oddný að hún telji framtíð Íslands best borgið í Evrópusambandinu þrátt fyrir efnahagsörðugleika innan sambandsins.

Greinarhöfundur fer yfir þær áherslubreytingar sem felast í orðum fjármálaráðherra varðandi afstöðu til Evrópusambandsins frá þeirri tíð sem Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Í framhaldinu kemur hann meðal annars inn á mikilvægi sjávarútvegs á Íslandi.

Miklir hagsmunir felist í því fyrir Íslendinga að ná góðum samningi um sjávarútvegsmál í viðræðum við Evrópusambandið.

Í viðtalinu kemur jafnframt fram að Oddný telji of dýrt fyrir landið að halda uppi krónunni og að Ísland ætti að sækjast eftir aðild að evrusamstarfinu. Oddný segir jafnframt að hún telji langtímahagsmunum Íslands best borgið með evru sem gjaldmiðil.

Viðtalið við Oddnýju

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert