Vilja ógilda forsetakosningar

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

„Þetta er áframhaldandi mannréttindabarátta hjá Öryrkjabandalaginu. Auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið, við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi í dag, en þannig er það ekki. Því miður,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sem er einn þriggja sem hafa kært kjör forseta Íslands til Hæstaréttar.

Hin tvö eru Ásdís Jenna Ástráðsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Þau kæra þá ákvörðun kjörstjórna að hafa ekki fengið heimild til að njóta hjálpar aðstoðarmanns eða trúnaðarmanns að eigin vali. Þess í stað var þeim gert að merkja kjörseðil með aðstoð eins af kjörstjórnarmönnum í viðeigandi kjördeild. Þeim kjósendum sem ekki féllust á það og kröfðust þess að fá að njóta aðstoðar trúnaðarmanns að eigin vali var meinað að taka þátt í kosningunum.

Kærendur telja að þetta sé andstætt þeim meginreglum sem gildi um frjálsar, óþvingaðar og leynilegar kosningar. Í kærunni er ennfremur bent á að samkvæmt stjórnarskrá sé ákvæði þess efnis að forseti Íslands eigi að vera kjörinn beinum og leynilegum kosningum.

Segja brotið á ýmsum þáttum

Að auki er talið að framkvæmd kosninganna sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, en þar er kveðið á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og að þeir skuli njóta mannréttinda án nokkurrar mismununar. Einnig segir þar að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs, skoðana-, sannfæringar- og tjáningarfrelsi og grunnreglu stjórnarskrárinnar um sjálfræði. 

„Þetta er eðlilegt framhald af öryrkjadómnum um aldamótin, sem skipti sköpum fyrir okkur,“ segir Guðmundur. „Þannig að það má segja að þetta sé enn einn leiðarsteinn í okkar vegferð. Við viljum líka leggja áherslu á að það er ekki hægt að lofa endalaust og svíkja það síðan. Það er mikilvægt að segja stopp þegar nóg er komið og þannig er það nú.“

Að sögn Guðmundar stóð til að breyta fyrirkomulagi þeirra sem þurfa aðstoð á kjörstað fyrir kosningarnar til stjórnlagaþingsins. Það hafi ekki gengið eftir, en ráðherra hafi þá sett reglugerð um að allir þeir sem ekki geta kosið eigin hendi geti valið sér aðstoðarmann inn í kjörklefann.

„Við erum að gera kröfu um að það séu raunverulegar leynilegar kosningar, en ekki að valdhafarnir skipi okkur einhverja aðstoðarmenn. Við viljum fá að velja okkur eigin trúnaðarmenn.“

En hvers vegna var ekki hægt að setja áþekka reglugerð fyrir forsetakosningarnar fyrst það var hægt fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings? „Stórt er spurt. En við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Guðmundur.

Snertir marga og brýtur gegn samþykkt SÞ

Hann segir að málið snerti miklu fleiri en þau þrjú sem standa að kærunni, en erfitt sé að fullyrða um hversu margir það séu. „Það eru ekki bara blindir eða hreyfihamlaðir sem málið snýst um. Það snertir líka þá sem er þroskahamlaðir eða geðfatlaðir á einhvern hátt. Svo eru sumir fatlaðir sem treysta sér illa að vera einir með ókunnugum.“

„Þetta er flókið og víðtækt og mikilvægt að tekið á þessu og ég bendi á að íslensk stjórnvöld hafa undirritað samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um réttindi fatlaðs fólks. Þar segir meðal annars að fatlaðir skuli eiga sama rétt og aðrir varðandi kosningar og að þeir sem þurfi á því að halda skuli fá að velja sér sína eigin trúnaðarmenn.“

„Nú er þetta bara í höndum Hæstaréttar. Við sjáum til hvað gerist, en auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið. Við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi, en þannig er það ekki í dag,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Tvær bílveltur í Norðurárdal

Í gær, 22:10 Tvær bílveltur urðu í Norðurárdal nú í kvöld. Bæði óhöppin áttu sér stað í nágrenni við bæinn Dýrastaði á áttunda tímanum í kvöld með um kílómetra millibili. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

Í gær, 21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

Í gær, 21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

Í gær, 20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

Í gær, 20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Í gær, 20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Í gær, 20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

Í gær, 19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

Í gær, 17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

Í gær, 17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

Í gær, 16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

Í gær, 16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

Í gær, 16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Í gær, 16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Í gær, 15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tek að mér húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald o.fl. fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 mannin...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...