Vilja ógilda forsetakosningar

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

„Þetta er áframhaldandi mannréttindabarátta hjá Öryrkjabandalaginu. Auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið, við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi í dag, en þannig er það ekki. Því miður,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sem er einn þriggja sem hafa kært kjör forseta Íslands til Hæstaréttar.

Hin tvö eru Ásdís Jenna Ástráðsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Þau kæra þá ákvörðun kjörstjórna að hafa ekki fengið heimild til að njóta hjálpar aðstoðarmanns eða trúnaðarmanns að eigin vali. Þess í stað var þeim gert að merkja kjörseðil með aðstoð eins af kjörstjórnarmönnum í viðeigandi kjördeild. Þeim kjósendum sem ekki féllust á það og kröfðust þess að fá að njóta aðstoðar trúnaðarmanns að eigin vali var meinað að taka þátt í kosningunum.

Kærendur telja að þetta sé andstætt þeim meginreglum sem gildi um frjálsar, óþvingaðar og leynilegar kosningar. Í kærunni er ennfremur bent á að samkvæmt stjórnarskrá sé ákvæði þess efnis að forseti Íslands eigi að vera kjörinn beinum og leynilegum kosningum.

Segja brotið á ýmsum þáttum

Að auki er talið að framkvæmd kosninganna sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, en þar er kveðið á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og að þeir skuli njóta mannréttinda án nokkurrar mismununar. Einnig segir þar að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs, skoðana-, sannfæringar- og tjáningarfrelsi og grunnreglu stjórnarskrárinnar um sjálfræði. 

„Þetta er eðlilegt framhald af öryrkjadómnum um aldamótin, sem skipti sköpum fyrir okkur,“ segir Guðmundur. „Þannig að það má segja að þetta sé enn einn leiðarsteinn í okkar vegferð. Við viljum líka leggja áherslu á að það er ekki hægt að lofa endalaust og svíkja það síðan. Það er mikilvægt að segja stopp þegar nóg er komið og þannig er það nú.“

Að sögn Guðmundar stóð til að breyta fyrirkomulagi þeirra sem þurfa aðstoð á kjörstað fyrir kosningarnar til stjórnlagaþingsins. Það hafi ekki gengið eftir, en ráðherra hafi þá sett reglugerð um að allir þeir sem ekki geta kosið eigin hendi geti valið sér aðstoðarmann inn í kjörklefann.

„Við erum að gera kröfu um að það séu raunverulegar leynilegar kosningar, en ekki að valdhafarnir skipi okkur einhverja aðstoðarmenn. Við viljum fá að velja okkur eigin trúnaðarmenn.“

En hvers vegna var ekki hægt að setja áþekka reglugerð fyrir forsetakosningarnar fyrst það var hægt fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings? „Stórt er spurt. En við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Guðmundur.

Snertir marga og brýtur gegn samþykkt SÞ

Hann segir að málið snerti miklu fleiri en þau þrjú sem standa að kærunni, en erfitt sé að fullyrða um hversu margir það séu. „Það eru ekki bara blindir eða hreyfihamlaðir sem málið snýst um. Það snertir líka þá sem er þroskahamlaðir eða geðfatlaðir á einhvern hátt. Svo eru sumir fatlaðir sem treysta sér illa að vera einir með ókunnugum.“

„Þetta er flókið og víðtækt og mikilvægt að tekið á þessu og ég bendi á að íslensk stjórnvöld hafa undirritað samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um réttindi fatlaðs fólks. Þar segir meðal annars að fatlaðir skuli eiga sama rétt og aðrir varðandi kosningar og að þeir sem þurfi á því að halda skuli fá að velja sér sína eigin trúnaðarmenn.“

„Nú er þetta bara í höndum Hæstaréttar. Við sjáum til hvað gerist, en auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið. Við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi, en þannig er það ekki í dag,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...