Keppi við Súez-skurðinn

Frá Vopnafirði
Frá Vopnafirði www.mats.is

„Menn horfa til aukinna vöruflutninga frá Kyrrahafi til Atlantshafs um Norðuríshafsleiðina og þá er Ísland afar vel staðsett og nægir þar að horfa til Finnafjarðar undir Langanesi. Á Finnafjarðarsvæðinu væri því fýsilegt að byggja upp umskipunarhöfn fyrir vörur sem yrði umskipað og þær síðan fluttar frá Finnafirði til Evrópu og Bandaríkjanna.“

Þetta segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, í Morgunblaðinu í dag, en hann telur einsýnt að siglingar um Norðuríshafið geti keppt við vöruflutninga um Súez-skurðinn í framtíðinni.

Halldór Jóhannsson, skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar og talsmaður Huang Nubo, hefur unnið framtíðarskipulag fyrir Vopnafjörð og nágrenni. Er þar m.a. gert ráð fyrir 15.000 manna byggð við Þórshöfn, stórum flugvelli þar og stórskipahöfn í Finnafirði. Aðeins hefur verið dregið úr umfangi þessara áætlana í nýju aðalskipulagi en áfram er miðað við stórskipahöfn í Finnafirði.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kveðst Þorsteinn fylgjandi því að olíuhreinsunarstöð rísi í Finnafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert