Sýnir hvaða árangri er hægt að ná í sorpmálum

Minna þarf að urða þegar helmingur er flokkaður frá.
Minna þarf að urða þegar helmingur er flokkaður frá. mbl.is/Frikki

„Það hefur verið mikil vitund í umhverfismálum hér á Snæfellsnesi. Þessar góðu viðtökur sýna að íbúarnir eru tilbúnir að taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Nýtt sorpflokkunarkerfi hefur verið tekið þar í notkun.

Um 10 þúsund tonn af sorpi komu við síðustu losun og reyndist heimilssorp vera 52% og endurvinnanlegt sorp 48%. Flokkunin dregur því greinilega mikið úr urðun.

Lítil vandræði hafa komið upp við sorphirðu eftir að endurvinnslutunnurnar voru settar við hlið almennu sorptunnanna. Helstu vandamálin voru þau að sumir settu glerkrukkur og bleiur í endurvinnsluna. Kristinn segir að aðeins hafi komið upp tvö tilvik þar sem fólk hirti ekki um að flokka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert