Dauðir ungar úti um allt

Dauðir kríuungar við Hliðsnes á Álftanesi í gær.
Dauðir kríuungar við Hliðsnes á Álftanesi í gær. mbl.is/Sigurgeir S.

Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands gengu fram á 96 dauða kríuunga í kríuvarpinu við Hliðsnes á Álftanesi í vikunni. Starfsmennirnir voru í reglulegum könnunarleiðangri en þeir hafa á þriggja vikna tímabili merkt fleiri en 100 unga á svæðinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að talið sé að ungadauðinn sé til kominn vegna fæðuskorts en lítið er um sandsíli sem er aðalfæða kríunnar. Kríuvarp hefur gengið illa af þessum sömu sökum undanfarin ár en hafði þó gengið ágætlega á Álftanesi nú í sumar. Fæðuskortinn má meðal annars rekja til makrílsins sem bæði étur sandsílin sjálf og keppir við þau um fæðu.

„Ég taldi 96 dauða unga og 15 þeirra voru merktir. Það sást ekkert á þeim svo það var ekki um neitt afrán að ræða. Þetta voru bara stálpaðir ungar, alveg að verða fleygir,“ segir Aron Leví Beck, fuglarannsóknarmaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann hefur fylgst með kríuvarpinu í sumar og segir það hafa litið mjög vel út framan af. Hins vegar hafi fullorðnu fuglarnir verið óvenju rólegir undanfarið þar sem verr hafi gengið að afla ætis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert