Krefja Steingrím svara

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Það er iðnaðarráðuneytið sem fer með þessi undanþágumál og síðan er það ríkisstjórnin sem tekur ákvörðun. Og það gerði hún. Það var mjög misráðið að mínu mati. Þessa ákvörðun vil ég láta endurskoða í ljósi framvindu málsins.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag í umfjöllun um undanþágu stjórnvalda í Grímsstaðamálinu. Með undanþágunni á Ögmundur við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fara hjáleið í málinu til að greiða götu kínverska fjárfestisins Huangs Nubos á Íslandi.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, tekur undir þessa kröfu Ögmundar. „Mér finnst þessi krafa sjálfsögð. Ég ætla rétt að vona að það takist að afstýra þessum hörmulegu áformum,“ segir Guðfríður Lilja um afstöðu sína.

Jón Bjarnason, þingmaður VG, krefst skýringa á því hvers vegna málið var tekið úr hendi Ögmundar. „Umrætt mál varðar landbúnaðarráðuneytið, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið en öll eru þau á hendi eins manns. Framgangur málsins er í höndum þessara ráðuneyta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert