Ekki unnið við dýpkun í verstu vetrarmánuðunum

Frá dýpkun Landeyjahöfn.
Frá dýpkun Landeyjahöfn.

Ekki verður unnið við dýpkun Landeyjahafnar í janúar og febrúar í vetur og næsta vetur. Reynslan frá síðustu tveimur vetrum sýnir að svo mikill öldugangur er á þessum tíma að ekki þýðir að binda skip við verkefnið.

Þrátt fyrir að þessi tími sé tekinn út fyrir sviga reyndust öll tilboð í vetrardýpkun næstu tvo vetur langt umfram kostnaðaráætlun Siglingastofnunar og nærri tvöfalt hærri en tilboð sem bárust í útboði fyrir tveimur árum þótt magnið sem á að dæla burt sé aðeins fjórðungi meira.

Lægsta tilboðið er frá Björgun, 571 milljón kr. fyrir tveggja vetra dýpkun. Rohde Nielsen A/S í Danmörku býður sem svarar 590 milljónum og Íslenska gámafélagið 596 milljónir. Siglingastofnun áætlaði að verkið myndi kosta 360 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert