Framkvæmdir hafnar við Vaðlaheiðargöng

Verktaki byrjaði að grafa frá gangamunnanum í gærmorgun.
Verktaki byrjaði að grafa frá gangamunnanum í gærmorgun. mbl.is/Vegagerðin

Undirbúningsframkvæmdir vegna Vaðlaheiðarganga hófust í gærmorgun. Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson hóf að grafa frá væntanlegum gangamunna Eyjafjarðarmegin. Verkið felst í því að gera veg frá göngunum sem fer á brú yfir hringveginn.

Unnið er að gerð verksamnings við ÍAV og Marti sem áttu lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga. Því er ekki vitað hvenær borun ganganna hefst.

Framkvæmdir við veginn eru til undirbúnings aðalframkvæmdum. Verktakinn hreinsar moldarlag frá gangamunnanum og sprengir til að fá efni í veginn. Aðalverktakinn tekur síðan við og lýkur við gröft frá vinnusvæðinu. G. Hjálmarsson gerir undirstöður undir bráðabirgðabrú sem byggð verður yfir hringveginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert