Meirihluti snýst gegn umsókn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól Alþingis 16. júlí …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól Alþingis 16. júlí 2009. Aðildarumsókn að ESB var þá til umræðu. mbl.is/Ómar

Átta af tólf þingmönnum Vinstri grænna vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við ESB áður en gengið verður til þingkosninga næsta vor. Kemur þar bæði til þróun aðildarviðræðna við sambandið og þróunin innan þess og á evrusvæðinu síðan aðildarumsókn var lögð fram 2009.

Mikil ólga hefur verið innan VG vegna umsóknarinnar síðustu mánuði, ekki síst á landsbyggðinni, og dró til frekari tíðinda í málinu um helgina þegar tveir ráðherrar VG, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, lýstu því yfir við fréttastofu RÚV að endurmeta þyrfti ESB-viðræðurnar.

Með því ganga þær til liðs við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra en samtöl Morgunblaðsins við þingflokk VG benda til að minnst fimm þingmenn VG séu sama sinnis.

Spurð um ummæli Katrínar og Svandísar í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kveðst Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, telja þau benda til kosningaskjálfta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert