Spilin ættu að liggja á borðinu í lok árs

Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra og Stefáni …
Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra og Stefáni Hauki Jóhannessyni, aðalsamningamanni Íslands. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Štefan Füle, segir í samtali við fréttavefinn EurActiv.com sem birt er í dag að viðræðurnar um inngöngu Íslands í sambandið séu á réttu róli og að stefnt sé að því að opna alla samningskafla viðræðnanna fyrir næstu áramót.

Þetta er í samræmi við það sem fram hefur komið í máli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, fyrr á þessu ári. Í heildina hafa 18 kaflar verið opnaðir af 35 og af þeim hefur tíu verið lokað til bráðabirgða. Upphaflega stóð til að opna alla kaflana fyrir lok júní í sumar þegar Kýpverjar tóku við forsætinu innan ESB af Dönum.

Haft er ennfremur eftir Füle í fréttinni að jafnvel þótt það tækist ekki að opna alla samningskaflana fyrir lok ársins „verða öll spilin í það minnsta á borðinu. Það ætti að varpa ljósi á allt, þar með talin viðkvæma málaflokka eins og kafla 13 [um sjávarútvegsmálin] fyrir kosningarnar á Íslandi í vor.“

Frétt EurActiv.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert