„Vanþekking á eðli virðisaukaskatts“

Túristar skoða sig um í Reykjavík.
Túristar skoða sig um í Reykjavík. mbl.is/Jakob Fannar

„Þetta lýsir mikilli vanþekkingu á eðli virðisaukaskatts, að setja þetta fram með þessum hætti. Það er ljóst að innskattur er mikill í vaxandi atvinnugrein þar sem hefur verið mikil uppbygging síðustu árin.“

Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um framsetningu á tölum frá fjármálaráðuneytinu um veltu og virðisaukaskatt á hótelum og gistiheimilum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samkvæmt framangreindum þeim tölum hafa hótel og gististaðir fengið endurgreiddan um einn og hálfan milljarð frá skattinum síðan árið 2007, þegar virðisaukaskattur á gistingu var lækkaður úr 14% í 7%. Hótel og gistiheimili fái greiddan til baka virðisaukaskatt af ýmissi þjónustu og vörum sem snerta reksturinn eins og af vinnu iðnaðarmanna, keyptum húsgögnum og ræstiefnum. Skatturinn af slíku er oftast 25,5% samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

Árið 2006, ári áður en gisting fer niður í 7% virðisaukaskattsflokk, greiddu hótel og gistiheimili 709 milljónir í virðisaukaskatt. Árið 2007 snýst dæmið við þegar þau fá endurgreiddan virðisaukaskatt upp á 267 milljónir, 2009 snarlækkar upphæðin í 181 milljón og í fyrra nam endurgreiðslan 421 milljón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert