Óæskilegt að kosningarnar snúist um ESB

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur óæskilegt að fyrirhugaðar þingkosningar næsta vor snúist um Evrópusambandið og vill fremur leggja áherslu á árangur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í viðtali við Svandísi í helgarblaði DV.

Þá segir hún með ólíkindum hversu harkaleg viðbrögðin hafi verið við ummælum hennar og fleiri í forystu VG nýverið að ástæða væri til að endurskoða umsóknina um inngöngu í ESB. Hún segist með því ekki hafa verið að leggja það til að viðræðunum um aðild Íslands að sambandinu yrði slitið eða setja fram efnislega afstöðu heldur aðeins að spyrja spurninga.

Þá segir hún umræðuna um Evrópumálin alltof einhæfa. Hún ætti að snúast um það hvar Íslendingar vilji vera eftir tíu eða fimmtíu ár og hvar ESB verði þá. Heimurinn sé stærri en sambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert