ESB sem fyrst út af borðinu

Jón Bjarnason (t.v.) og Steingrímur J. Sigfússon.
Jón Bjarnason (t.v.) og Steingrímur J. Sigfússon.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hyggst við upphaf þings leggja öðru sinni fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland hætti aðildarviðræðum við ESB. „Tillagan er tilbúin og ESB-umsóknin verður að afgreiðast út af borðinu sem allra fyrst.“

Jón gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur, varaformann VG, harðlega fyrir ræðu sem hún flutti á flokksráðsfundi um helgina. „Auðvitað vildum við sjá meiri samstöðu í gegnum þessa erfiðu tíma en það breytir ekki því, að að uppistöðu til hefur flokkurinn staðið þétt saman og flokksráðið á bak við ráðherra, þingflokk og stjórn og það endurspeglaðist á þessum fundi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór einnig fram um helgina. Þar var samþykkt tillaga um að Katrín Júlíusdóttir tæki við fjármálaráðuneytinu af Oddnýju Harðardóttur 1. október nk. Katrín segir að tvö mál fái forgang þegar hún taki við. Það sé annars vegar gjaldeyrismálið og hins vegar aðgerðir til að örva fjárfestingu í landinu. „Við erum eini flokkurinn sem er með einhverja áætlun og nú hlýtur sú umræða að vera orðin knýjandi í samfélaginu að fá svör við því hvaða leiðir við viljum fara,“ segir Katrín og á þar við stefnuna í gjaldeyrismálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert