Betra að ná engum samningi en slæmum

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, funduðu …
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, funduðu í Brussel í janúar síðastliðnum. mbl.is

„Enginn samningur er betri kostur en slæmur samningur fyrir Evrópusambandið og írska sjómenn,“ segir írski Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher um makríldeiluna í samtali við fréttavefinn Donegal Democrat í dag. Hann bætir því við að það væri gríðarlega ósanngjarnt að verðlauna ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar með hærri aflahlutdeild og skírskotar þar til Íslands og Færeyja.

Fundað verður í London á morgun um lausn á makríldeilunni og mæta fulltrúar Íslands á fundinn ásamt fulltrúum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra situr fundinn fyrir Íslands hönd en fundurinn hefst í fyrramálið. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, situr fundinn fyrir hönd sambandsins.

Gallagher segist trúa því staðfastlega að ef allir aðilar deilunnar mæta til viðræðnanna með „uppbyggilega nálgun“ sé hægt að skapa grundvöll fyrir sanngjarna skiptingu makrílkvótans. „Hins vegar verður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að taka harða afstöðu fyrir hönd írskra sjómanna þar sem kröfur Íslendinga og Færeyinga eru óréttlætanlegar.“

Þá staðfestir hann að 12. september næstkomandi muni Evrópuþingið ganga frá samkomulagi sem heimili Evrópusambandinu að grípa til refsiaðgerða gegn ríkjum utan sambandsins sem að mati þess stundi ósjálfbærar fiskveiðar.

Frétt Donegal Democrat

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert