5-6 kjósa á dag

Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram 20. október.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram 20. október. Eggert Jóhannesson

120 hafa kosið í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, en atkvæðagreiðslan hófst 25. ágúst. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá sýslumanninum í Reykjavík segir að síðustu daga hafi 5-6 kosið á dag.

Af þessum 120 hafa 82 kosið í Reykjavík. Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumannsembættunum á landinu, en aðeins er opið í Reykjavík um helgar.

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættis sýslumannsins í Reykjavík í Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 og 15:00. Um helgar er opið frá kl. 12:00-14:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslur fara jafnan hægt af stað. Þannig kauu aðeins 61 í forsetakosningunum í sumar í Reykjavík á fyrstu 11 dögunum. Þess ber þó að geta að þá var framboðsfrestur ekki útrunninn.

Utankjörfundargreiðslan hófst að þessu sinni átta vikum fyrir kjördag, sem er 20. október, en í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var um Icesave-samninginn, hófst kosningin þremur vikum fyrir kjördag.

Bergþóra segir að langflestir sem kjósa utankjörfundar komi og kjósi síðustu vikuna fyrir kjördag. Fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi t.d. um 250 kosið í Reykjavík síðustu dagana fyrir kjördag.

Nánar um kosninguna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert