Tæp 5% unglinga með tölvufíkn

Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL.
Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL.

4,6 - 4,7% unglinga eru með einkenni tölvufíknar, 6-15% af almenningi  og 13-18,4% háskólastúdenta. Tölvufíkn geta fylgt ýmis líkamleg einkenni, t.d. mígreni, svokallaður tölvutitringur, eða Cybershakes og verkir í höndum og útlimum. Þetta sýna alþjóðlegar rannsóknir.

Tölvufíkn er ekki til sem sjúkdómsgreining innan greiningarkerfa. En þrátt fyrir það er hún engu að síður til staðar og verið er að útbúta meðferðarplan við henni hjá BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Þetta segir Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL, sem hefur haft til meðferðar fjölda barna og unglinga sem eru með tölvufíkn. Hún hélt erindi í morgun á fundi á vegum Samtakanna Náum áttum þar sem tölvunotkun unglinga var umfjöllunarefnið. Erindi Guðlaugar bar nafnið Valdamiklar tölvur - hver ræður heima.

Kvíðastillandi lyf vegna tölvufíknar

Guðlaug sagði að lyfjameðferð virkaði fyrir tiltekinn hóp, ásamt öðrum tegundum meðferðar. Stundum þyrftu börn og unglingar að fá kvíðastillandi lyf vegna tölvufiknar.

„Helstu einkenni áhugaleysi um heilsu, sinnuleysi um hreinlæti, ósannsögli um tíma sem varið er í tölvu, árátta sem beinist að tölvu sem veldur því að viðkomandi sinnir ekki persónulegum samböndum,“ sagði Guðlaug.

Fjölskyldan verður undirlögð

„Þegar fjölskyldumeðlimir fara að hafa áhyggjur af tölvunotkun barns gerist það að fjölskyldan verður undirlögð. Átök eiga sér stað þegar foreldrar taka til sinna ráða, eins og t.d. að slökkva á routernum og fjarlægja snúrur. Tölvan er notuð bæði sem umbun og refsing og þar með lendir tölvan í miðju vítahrings sem erfitt getur reynst að rjúfa. Sá sem vill vera í tölvunni sér þetta aftur á móti ekki sem vandamál og beitir ýmsum vörnum við,“ sagði Guðlaug.

Hún sagði að samskipti barna og foreldra, þegar reynt hefur verið að takast á við tölvufíkn, oft vera orðin mjög neikvæð. 

Guðlaug sagði að mörg þeirra yngri barna, sem eru með tölvufíkn, hafi alla tíð átt erfitt með samskipti og tölvunotkun breyti þar litlu um.

Erfitt að komast hjá því að nota tölvur

„Það er erfitt fyrir einstaklinga að sleppa allri umgengni við tölvur, ekki síst þar sem kennsla í skólum er farin að fara fram í tölvum. En foreldrar verða að vera vakandi frá fyrsta degi, sérstaklega ef börnin eiga í erfiðleikum með samskipti. Það ætti að vera miði utan á leikjatölvum, eins og er framan á sígarettupökkum,“ sagði Guðlaug.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál og eiga fjölmargar stofnanir aðild að hópnum, þeirra á meðal Embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Reykjavíkurborg og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Frá fundi á vegum Samtakanna Náum áttum þar sem tölvunotkun ...
Frá fundi á vegum Samtakanna Náum áttum þar sem tölvunotkun unglinga var umfjöllunarefnið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

Í gær, 20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

Í gær, 19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

Í gær, 20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

Í gær, 19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...