Gunnar Kristinn vill 3.-5. sæti

Gunnar Kristinn Þórðarson
Gunnar Kristinn Þórðarson

Gunnar Kristinn Þórðarson gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til komandi Alþingiskosninga.

Gunnar Kristinn er fæddur í Reykjavík 15. júlí 1974 og er fráskilinn faðir Agnesar Maríu Gunnarsdóttur sem fæddist 28. desember 2002. 

Gunnar Kristinn hefur lengst af starfað með fólki, m.a. sem geðheilbrigðisstarfsmaður, áfengisráðgjafi og stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann var ritari stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2011, og stjórnarmaður Félags um foreldrajafnrétti sama ár. Hann er núna félagsráðsmaður SFR og stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda auk þess sem hann situr í varastjórn Sjálfstæðisfélags Langholtshverfis. 

Gunnar segir það m.a. markmið sín að knýja á um leiðréttingu lána, koma böndum á verðtrygginguna, vinna að auknu foreldrajafnrétti og barnavernd og treysta velferðina almennt á grundvelli aukins hagvaxtar og fjárfestinga í framleiðslu og útflutningsgreinum. Hann er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og segist telja það of áhættusamt að íhuga að skipta um gjaldmiðil á meðan ókyrrð ríkir á gjaldmiðlamörkuðum og alþjóðaviðskiptum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert