„Á mína afstöðu við mig sjálfan

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég á mína afstöðu við mig sjálfan, og hana nú!“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag þegar Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði hann út í afstöðu hans til tiltekinnar spurningar sem spurt verður um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október.

Kristján spurði út í 5. spurningu sem lýtur að jöfnun atkvæða. Steingrímur sagði kosninguna leynilega og það yrði ekki til að bæta umræðuna ef þingmenn færu að yfirheyra hver annan um það hvernig þeir hyggjast svara. Hann sagðist treysta á dómgreind þjóðarinnar til að svara þessum spurningum.

Einnig spurði Kristján út í orð Þorvaldar Gylfasonar um að ef 1. spurning verður samþykkt muni ekki vera hægt að hnika einu orði í tillögum stjórnlagaráðs. Steingrímur sagðist ekki sammála því enda sé það Alþingis að afgreiða frumvarpið og ekki hægt að útiloka að breytingar verði gerðar á því. Hins vegar muni svör þjóðarinnar veita ákveðna leiðsögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert