„Hæstvirtur allsherjarráðherra"

Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk tiltal hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, eftir að hann kallaði Steingrím J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, „allsherjarráðherra" í umræðum um störf þingsins í dag.

Pétur ræddi um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálefni og sagði síðan: „Í tilefni af því að hæstvirtur allsherjarráðherra sagði í gær, að hann gæfi ekki upp hvaða skoðun hann hefði á málinu; hann víst orðinn skoðanalaus, blessaður maðurinn, þá vil ég geta þess að ég mun fara á kosningastað og greiða atkvæði en ég mun greiða atkvæði gegn, ég mun segja nei við fyrsta liðnum."

„Ég hvet háttvirta þingmenn að kalla hæstvirta ráðherra réttum nöfnum," sagði Ásta Ragnheiður þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert