Óvissa um lok viðræðna

mbl.is/reuters

„Það er hins vegar útséð um það núna að mínu viti að viðræðunum ljúki á kjörtímabilinu. Það eru enn þá eftir erfiðustu kaflarnir,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, um stöðu aðildarviðræðna við ESB í umræðum um málið á Alþingi í gær.

Við það sama tilefni sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að makríldeilan hefði tafið opnun sjávarútvegskaflans við ESB en sú deila er sem kunnugt er í hnút.

Mikil óvissa er því um lok viðræðna en aðeins eru tveir mánuðir síðan 8 af 12 þingmönnum VG kröfðust þess að það sæi til lands í samningaferlinu fyrir komandi kosningar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, telja allt stefna í að viðræðurnar dragist enn á langinn, nema þjóðin fái aðkomu að málinu. „Það er löngu kominn tími til að þjóðin fái að segja sitt álit. Að mínu viti á að spyrja þjóðina hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert