Óttast ofurskatta

mbl.is/ÞÖK

Til greina kemur að aflaheimildir verði leigðar frá Grímsey til að mæta kostnaði við veiðigjöldin.

„Þessir ofurskattar, eins og ég kalla veiðigjöldin, eru meira en ein milljón króna á hvert mannsbarn hérna. Þá er ég að tala um hvað samfélagið þarf að borga, börn og gamalmenni og allt þar á milli, fyrir að fá að veiða fiskinn sem syndir hérna við eyna,“ segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, um veiðigjöldin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að Sigurbjörn ehf., fyrirtæki hans og Gylfa Gunnarssonar, hafi fengið reikning upp á um 28 milljónir króna um mánaðamótin, þar af fari um 19 milljónir í sérstakt veiðigjald. Sérstaka veiðigjaldið gæti reyndar lækkað vegna vaxtakostnaðar Grímseyinga við kaup á aflaheimildum. Fyrstu afborgun veiðigjalda fiskveiðiársins var í gær frestað um sex vikur þar sem unnið er að útfærslu á þessu ákvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert