Stjórnarskráin lögð til grundvallar breytingum

Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson

„Þjóðmálaumræða um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá hefur ekki verið fyrirferðarmikil. Samt er það svo að haldin verður ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eftir nokkra daga um hvort þessar tillögur eigi að vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá okkar Íslendinga“, segir Teitur Björn Einarsson lögmaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Teitur Björn það hafa verið tilgang stjórnlagaráðs að vinna úr tillögum stjórnlaganefndar og gera tillögur að breytingum á stjórnarskránni. Mjög skortir á að gera fullnægjandi grein fyrir markmiðum með slíkri endurskoðun, hvað þá heildarendurskoðun á stjórnarskránni þar sem nær öllum ákvæðum hennar verður breytt og fjölmörgum nýjum ákvæðum bætt við.

 Í lokakafla greinarinnar segir Teitur Björn: „Heillavænlegast er því að hafna með öllu tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Skoða ber þess í stað tillögur að endurskoðun sem geta grundvallast á víðtækri sátt þar sem breytingar eru hófsamar og raunsæjar.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert