Huang hvattur áfram af forsetanum

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segir í kínverskum fjölmiðlum að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi hvatt hann til að fjárfesta á Íslandi. Hugmyndin hafi þó kviknað áður, á ljóðasamkomu hér á landi.

Huang var meðal annars í viðtali við dagblaðið Peking Morning Post. Á fréttavef Chinese International Radio er vitnað í viðtalið og segir að Huang hafi fyrst dottið í hug að fjárfesta á Íslandi þegar hann kom hingað til lands á samkomu fyrir ljóðskáld. Hann hafi heillast af landslaginu og eftir hvatningu Ólafs Ragnars hafi hann ákveðið slá til.

Þá segir einnig að hann horfi hýru auga til fleiri fjárfestingakosta á Norðurlöndum.

Stutt er síðan Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi, sagði á fundi í Háskóla Íslands að íslenskir ráðamenn hefðu farið margar ferðir til Kína á síðustu árum til að kynna Ísland sem fjárfestingakost. Forseti Íslands, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og fleiri hefðu heimsótt Kína þar sem þetta hefði verið rætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert