Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu

Reykjavíkurborg stendur fyrir hádegisfundum í Ráðhúsinu í vikunni þar sem rætt er um spurningarnar sem kosið verður um í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs á næstkomandi laugardag. Í dag var rætt um spurningu tvö sem varðar náttúruauðlindir og þjóðareign á þeim.

Vilhjálmur Þorsteinsson, fulltrúi í stjórnlagaráði, hélt erindi áður en opnað var á umræður þar sem m.a. var rætt um skilgreiningar á hugtökunum þjóðareign og náttúruauðlind.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert