Gefur kost á sér í 5. sætið

Jakob F. Ásgeirsson.
Jakob F. Ásgeirsson. mbl.is

Jakob F. Ásgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember.

Jakob er BA í stjórnmálafræði, hagfræði og heimspeki (PPE) og M.Lit. í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla. Hann hefur unnið við blaðamennsku og útgáfustarfsemi og skrifað tíu bækur. Undanfarin átta ár hefur hann rekið eigið útgáfufyrirtæki, Uglu, og ritstýrt tímaritinu Þjóðmálum sem kemur út fjórum sinnum á ári.

„Ég hef stutt Sjálfstæðisflokkinn og frjálslynd hægri viðhorf með blaðaskrifum og útgáfu bóka um langt skeið. Erindi mitt í stjórnmál er fyrst og fremst að berjast af krafti fyrir slíkum viðhorfum — hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins,“ segir í framboðstilkynningu frá Jakobi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert