Hálka víða um land

Vegagerðin varar við hálku víðan en það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og nokkuð víða á Snæfellsnesi.

Hálkublettir eru á Þröskuldum og vestur yfir Steingrímsfjarðarheiði, og eins á köflum í Djúpinu.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Hálkublettir eru á Fljótsheiði, Mývatnsheiði og Hólasandi, í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum.

Hálka er á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði en hálkublettir á Vopnafjarðarheiði og Oddsskarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert