Á annan milljarð í ESB

Höfustöðvar ESB í Brussel.
Höfustöðvar ESB í Brussel. mbl.is/afp

Ætla má að í lok næsta árs verði kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna umsóknar um aðild að ESB orðinn vel á annan milljarð króna.

Talan er fengin með því að leggja saman bein framlög til ráðuneytisins vegna umsóknarinnar og aukin útgjöld vegna þýðinga sem nema alls 1,34 milljörðum frá 2009. Fékkst ekki uppgefið hvort hluti kostnaðar vegna þýðinga væri niðurgreiddur af ESB.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skorta á gagnsæi um kostnaðinn. „Ég fór t.d. í ferð árið 2009 á vegum Alþingis með forseta Alþingis og hitti þáverandi stækkunarstjóra og fleiri. Var þessi ferð bókuð á umsóknina? Eða er kostnaðurinn dreifður út um allt kerfið þannig að við fáum aldrei heildstætt yfirlit yfir hann? Er ráðning starfsmanns hjá ríkisskattstjóra til að aðlaga skattkerfið að kröfum ESB bókfærð undir ESB-lið í ríkisbókhaldinu? Ég leyfi mér að efast um það. Það þarf að fá það á hreint hvernig þetta er tekið saman,“ segir Ragnheiður Elín.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir Ríkisendurskoðun ekki hafa tekið saman upplýsingar um kostnað vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB. „Stofnunin ráðgerir ekki að gera úttekt á málinu, hvað svo sem síðar verður,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert