Milljarðar í húfi

Arion banka var óheimilt að breyta vöxtum afturvirkt samkvæmt dómi …
Arion banka var óheimilt að breyta vöxtum afturvirkt samkvæmt dómi Hæstaréttar. mbl.is/Hjörtur

Lögmaður Borgarbyggðar segir að dómur Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka hafi fordæmisgildi gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum í landinu og tugir milljarða séu í húfi. Með dómnum var staðfest að Arion banka hefði verið óheimilt að breyta vöxtum á gengistryggðu láni afturvirkt og gildi samningsvextir á móti fullnaðarkvittunum.

„Ég tel að þessi dómur staðfesti að ef staðið er í skilum með svokallað ólögmætt gengistryggt lán og greitt hafi verið af því þá dragast allar greiðslur inn á höfuðstól frá stöðu lánsins áður en það er vaxtareiknað,“ segir Skarphéðinn Pétursson lögmaður Borgarbyggðar í málinu.

„Mergur málsins er að vaxtamunurinn sem endurreiknaður var miðað við lög 151/2010, svokölluð Árna Páls lög stenst ekki 72. gr. stjórnarskrár um vernd eignaréttinda og afturvirkni laga,“ segir Skarphéðinn.

Hér má sjá frétt um dóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert