Kosning hafin - tvær aðferðir við talningu

Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni.
Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag verður kosið í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá. Talning atkvæða verður tímafrek en fyrstu tölur verða birtar kl. 23.

Kjörstaðir voru opnaðir kl. 9 í Reykjavík en víðast annars staðar á landinu verða þeir opnaðir kl. 10. Hér má finna lista yfir kjörstaði og opnunartíma þeirra og hér má finna ýmsa tengla á þjónustu vegna kosninganna.

„Þetta fer eftir kjörsókn, fyrst og fremst,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður, um það hversu langan tíma talning atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í dag muni taka. Formenn annarra kjörstjórna taka í sama streng en ekki verður viðhöfð sama aðferð við talningu í öllum kjördæmum.

Flestir kjörstaðir á landinu verða opnaðir milli kl. 9 og 13 í dag en þeim verður öllum lokað kl. 22. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru alls 236.944 kjósendur á kjörskrá, þar af 118.833 konur og 118.111 karlar. Þegar kosið var til Alþingis 2009 voru kjósendur á kjörskrá 227.843 og hefur þeim fjölgað um 4%.

Spurningarnar á kjörseðlinum eru sex og hægt er að svara hverri þeirra með já-i eða nei-i. Katrín Theódórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að búast megi við því að talning verði mun tímafrekari en í öðrum kosningum en tvær aðferðir verða viðhafðar við talninguna.

Fljótlega von á fyrstu tölum

Í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi verður farið yfir allar spurningarnar sex á hverjum kjörseðli fyrir sig og þannig verður hver og einn seðill afgreiddur í einu lagi. Í Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum norður og suður verður hins vegar farið yfir hverja spurningu á seðlinum fyrir sig. Sums staðar ætla menn að byrja á því að fara yfir fyrstu spurninguna á kjörseðlinum og svo koll af kolli en á öðrum stöðum verður hver spurning talinn við sitthvort borðið.

 Katrín segir að þannig verði úrslit kynnt fyrir hverja spurningu fyrir sig þegar á líður í Reykjavíkurkjördæmi norður en ekki hvernig staðan er á hverjum tíma fyrir allar spurningarnar.

Sveinn vonast til þess að hægt verði að birta fyrstu tölur um klukkustund eftir að talning hefst en menn hugsi þó fyrst og fremst um að tryggja örugga talningu. „Við erum bjartsýn á að klára þetta undir morgun,“ segir Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, en hann gerir ráð fyrir að fyrstu tölur úr kjördæminu verði birtar um kl. 23.

Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir hraða talningarinnar velta á því hvenær kjörkassar skila sér í hús.

Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta greitt atkvæði í Laugardalshöll milli kl. 10 og 17 í dag en á hádegi í gær höfðu alls um 12.300 kosið utan kjörfundar.

Innlent »

Á von á að það verði af verkfallinu

22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...