„Kjörsóknin er góð í svona kosningu“

Valgerður Bjarnadóttir og Bjarni Benediktsson.
Valgerður Bjarnadóttir og Bjarni Benediktsson. Morgunblaðið/Golli

„Þetta er náttúrlega bara mjög ánægjulegt allt saman. Það er eina orðið yfir þetta. Þetta virðist vera nokkuð afgerandi niðurstaða með fyrstu spurninguna þannig að þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, um fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrána.

„Nei, kjörsóknin er góð í svona kosningu, þá er hún góð. Við erum náttúrlega alltaf að miða við kjörsókn í alþingiskosningum hér sem er mjög mikil. Þetta þykir góð kjörsókn í kosningu af þessu tagi, það er engin spurning og þeir sem ekki kjósa þeir láta aðra kjósa fyrir sig þannig að niðurstaðan er ljós held ég,“ segir Valgerður um kjörsóknina.

Frumvarp ætti að geta verið til á næstu vikum

„Nú eru sérfræðingar búnir að vera að vinna fyrir okkur í þinginu að grandskoða þessar tillögur og ég á von á að þeir geti lokið vinnu sinni á næstu vikum og þá ættum við að geta verið tilbúin með frumvarp sem ætti að geta verið hægt að leggja fyrir þingið en skiptir auðvitað miklu máli að við reynum að halda áfram svolítið samstiga, eins samstiga og mögulegt er. En það náttúrlega veltur ekki á mér. Það veltur á öðrum,“ segir Valgerður um næstu skref Alþingis með málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert