Vill að Már útskýri ummæli sín

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur óskað eftir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri komi á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að útskýra fullyrðingar sínar um skuldastöðu þjóðarbúsins.

„Ég ítreka beiðni mína um upplýsingar frá Seðlabankanum um skuldastöðu þjóðarbúsins í ljósi umræðu í Morgunblaðinu í síðustu viku um að bankinn hafi fram til þessa vanmetið hana. Auk þess óska ég eftir að seðlabankastjóri komi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd og útskýri „misskilningin“ sem hann fullyrti í Silfri Egils að væri í umræðunni varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins og stærð snjóhengjunnar. Að lokum óska ég eftir greiningu á eigendum krafna föllnu bankana og eigna í snjóhengjunni,“ segir í bréfi sem Lilja skrifaði Helga Hjörvar, formanni efnahags- og viðskiptanefndar.

Lilja birti fyrr í dag pistil á heimasíðu sinni sem hún kallar „Hrægammasjóðir vilja Ísland á hrakvirði“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert