Kærir forsvarsmenn Dögunar

Guðmundur Andri Skúlason
Guðmundur Andri Skúlason mbl.is

Guðmundur Andri Skúlason, fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar, sem nú heitir Dögun, hefur lagt fram kæru á hendur fjórum fyrrverandi flokkssystkinum sínum fyrir að fara með rangt mál gegn honum. Guðmundur Andri segir þau hafa vísvitandi reynt að skaða mannorð hans og „notað til þess vafasöm meðul svo ekki sé fastar að orði kveðið“.

Meirihluti stjórnar Borgarahreyfingarinnar sakaði Guðmund Andra um það í fyrra að misfara með fé flokksins og var málið kært til ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá Guðmundi Andra segir að athugun lögreglu á ákæruefnunum sé nú lokið og ekki reynst tilefni til ákæru. 

„Vonandi mun þessi niðurstaða vekja athygli rétt eins og hin innistæðulausa kæra forsvarsmannanna gerði á sínum tíma. Þar var ég borinn þungum sökum sem tíundaðar voru í fjölmiðlum og bloggheimum með tilheyrandi blettum á mannorð mitt og æru,“ segir Guðmundur Andri.

Í ljósi þessarar niðurstöðu hefur hann nú sjálfur lagt fram kæru til ríkislögreglustjóra, á hendur tveimur fyrrverandi formönnum og tveimur stjórnarmönnum flokksins. Fer hann fram á að rannsakað verði hvort lögbrot hafi verið framin þegar sakir voru bornar á hann á opinberum vettvangi. Segist hann telja tilganginn hafa verið þann einan að sverta mannorð hans. 

Merki Borgarahreyfingarinnar þegar hún var og hét, en hún hefur …
Merki Borgarahreyfingarinnar þegar hún var og hét, en hún hefur nú sameinast Dögun. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert