Síðasta gatan á Stokkseyri malbikuð

Sólvellir á Stokkseyri malbikaðir.
Sólvellir á Stokkseyri malbikaðir. mbl.is/JÓH

Sólvellir á Stokkseyri voru malbikaðir á mánudag. Þar með er síðasta íbúðagatan í þorpinu komin með bundið slitlag.

Mikil umferð er um þessa 250 metra löngu götu og voru íbúar orðnir langþreyttir á vondum malarveginum. Leiðin að leikskólanum liggur um fremsta hluta götunnar og var sá hluti venjulega stórvarasamur yfirferðar vegna holna.

Jafnframt liggur leiðin að hinu fjölsótta tjaldstæði Stokkseyrar um Sólvelli og á sumrin lá rykmökkur yfir nærliggjandi húsum og görðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert