35% styðja ríkisstjórnina

Björt framtíð fengi mann á þing, samkvæmt nýjum Þjóðarpúsli Gallup
Björt framtíð fengi mann á þing, samkvæmt nýjum Þjóðarpúsli Gallup Morgunblaðið/Golli

35% kjósenda lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina samkvæmt Þjóðarpúlsi, könnun Capacent, sem gerð var síðustu dagana í október. Það er aukning upp á 3 prósentustig síðan fyrir mánuði og mesti stuðningur við ríkisstjórnina sem mælst hefur síðan í byrjun þessa árs. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Nokkrar sveiflur eru á fylgi flokkana milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist eins og áður með mest fylgi, 36%, sem er 1 prósentustigi minna en fyrir mánuði, Samfylkingin bætir við sig 3 prósentustigum á sama tímabili, fer í 22% Liðlega 12% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn - 2 prósentustigum minna en fyrir mánuði, tæplega 12% styðja Vinstri Græna - það fylgi er nánast óbreytt. Björt Framtíð fer úr 4% í 7% sem er mesta fylgi sem sá flokkur hefur til þessa mælst með og kæmi manni inn á þing, yrði kosið nú, samkvæmt frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert