Slys í Reyðafjarðarhöfn í óveðrinu

Reyðarfjörður
Reyðarfjörður www.mats.is

Starfsmaður Eimskips á Reyðarfirði slasaðist í óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudag er hann var við vinnu á hafnarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip á Reyðarfirði var mjög slæmt veður þar á föstudag en þegar slysið varð eftir hádegið hafði hins vegar heldur lægt. Mikil ísing og snjór var á bryggjunni þar sem maðurinn var við vinnu ásamt öðrum. Landfestingartóg sem var verið að setja á, skrapp til og slóst í manninn og kastaðist hann út í sjó. Náði maðurinn að synda í land og krafla sig upp á dekkjum sem eru á bryggjunni.

Þar var tekið á móti honum og sjúkrabifreið kölluð til. Í ljós kom að maðurinn hafði brotið bein á milli úlnliðs og litla fingurs auk þess sem hann var illa marinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert