„Átti ekki von á þessu,“ segir Margrét Gauja

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir.

„Ég er mjög glöð og átti ekki von á þessu. Ég er yngsta konan í framboði í þessum prófkjörsslag og maður vissi ekkert hvernig þetta færi. Ég gerði bara mitt besta og gerði það með góðri samvisku og er mjög sátt,“ segir Margrét  Gauja Magnúsdóttir sem lenti í 4. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi. 

Margrét stefndi á 3-4. sæti en lenti í 5. sæti í prófkjörinu. Hún fer upp fyrir Lúðvík Geirsson í fjórða sæti listans vegna fléttulistafyrirkomulags. 

Hún segir að sú bið sem hafi komið upp á meðan á talningu atkvæða stóð hafi ekki haft áhrif á sig. „Ég hef tekið þátt í tveimur prófkjörum áður og er orðin nokkuð vön því og hef fengið reynslu sem hjálpar mér að stjórna taugunum í svona aðstæðum. En þetta hafðist að lokum og ég er afar sátt,“ segir Margrét Gauja.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert