Björgunarsveitir kallaðar út

Þessi mynd var tekin í Grindavík í óveðrinu fyrir rúmri …
Þessi mynd var tekin í Grindavík í óveðrinu fyrir rúmri viku.

Lögreglan á Suðurnesjum er búin að kalla út björgunarsveitir til starfa í Grindavík en þar eru þakplötur byrjaðar að losna. Bálhvasst er á Suðurnesjum og biður lögregla fólk um að fara varlega en þar á að vera mjög hvasst fram að hádegi.

Eins hafa fiskverkefndur haft samband við lögreglu en unnið er að því að koma fiskkörum og fleiru í var vegna roksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert