Forsendurnar brostnar

„Laun þurfa að hækka meira en um var samið. Það er nokkuð ljóst. Ein forsenda samninganna var að verðbólgu yrði náð niður í 2,5% þannig að almennar hækkanir ykju kaupmátt. Það hefur ekki gerst nema síður sé.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag, en hann telur einsýnt að forsendur kjarasamninganna séu brostnar. Gylfi gagnrýnir vaxtahækkanir Seðlabankans og segir þær kunna að veikja gengi krónunnar.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á ekki von á því að samningar verði opnaðir í janúar þótt margar forsendur þeirra hafi brugðist. Hann  gagnrýnir vaxtahækkanir Seðlabankans og segir þær séu til þess fallnar að draga úr fjárfestingu og veikja atvinnulífið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert